Verri viðskiptakjör í gegnum EES

Við Íslendingar njótum ekki fulls tollfrelsis í viðskiptum með sjávarafurðir við ríki Evrópusambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og höfum aldrei gert frá því samningurinn tók gildi fyrir 30 árum síðan. Hins vegar hefur sambandið á undanförnum árum samið um víðtæka fríverzlunarsamninga við ríki á borð við Kanada, Japan og Bretland þar sem kveðið er á um tollfrjáls viðskipti með sjávarafurðir.